Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 7,2 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,4% í 4,6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,5 milljarða viðskiptum. Mesta veltan í einstökum flokkum var með íbúðabréf í flokknum HFF 24 fyrir rétt rúma tvo milljarða. Í flokki ríkisbréfa var mesta veltan með RB 13 eða tæpa 1,8 milljarða króna.

Allar skuldabréfavísitölurnar hafa lækkað síðastliðna viku. Verðtryggða vísitalan um 0,25% og óverðtryggða vísitalan um 0,35%. Sé horft á þróunina frá upphafi árs hefur óverðtryggða skuldabréfavísitalan lækkað um 2,5% en verðtryggða vísitalan hækkað um 1,9%.