Heimavellir leigufélag, hafa gengið frá kaupum á ríflega 300 leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem verða boðnar til langtímaleigu á almennum markaði á næstu mánuðum.

Meðal þeirra eigna eru:

Tangabryggja 10 í Bryggjuhverfinu – 24 íbúðir – til afhendingar í nóvember 2016.
Vefarastræti 24-26 í Helgafellslandi – 32 íbúðir – til afhendingar í janúar 2017.
Tangabryggja 12 í Bryggjuhverfinu – 32 íbúðir – til afhendingar í janúar 2017
Vefarastræti 28-30 í Helgafellslandinu – 25 íbúðir – til afhendingar í mars 2017.
Gerplustræti 1-5 í Helgafellslandinu – 31 íbúð – til afhendingar í júní 2017.
Eskivellir 13 í Hafnarfirði – 30 íbúðir – til afhendingar í júlí 2017.

Heimavellir leigufélag var stofnað árið 2013 með samruna þriggja starfandi leigufélaga á þeim tíma. Félagið er í dag með 950 íbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu og völdum þéttbýliskjörnum úti á landi.

Að baki félaginu stendur hópur tæplega 60 hluthafa. Samkvæmt árshlutauppgjöri 30. júní 2016 var eigið fé félagsins ríflega 8 milljarðar króna og niðurstaða efnahagsreiknings 25,1 milljarður króna sem gefur 32% eiginfjárhlutfall. Heimavellir stefna að skráningu á verðbréfamarkaði á síðari hluta næsta árs og hefur félagið nú þegar gefið út skuldabréf sem skráð verða fyrir lok þessa árs.