Rúmfatalagerinn nýtti sér forkaupsrétt á helmingshlut Reita í Austurvegi 1-5 á Selfossi og gekk inn í fyrirhuguð kaup Reita á fasteigninni. Til stóð a ð selja helmingshlut Festis í Austurvegi til Reita samhliða sölu þriggja annarra eigna. Dótturfélag Rúmfatalagersins átti fyrir 50% hlut í húsnæðinu en þar má finna verslun Krónunnar og Rúmfatalagersins auk fleiri verslana og skrifstofurýmis.

Reitir munu engu síður kaupa hinar þrjár fasteignirnar af Reitum samkvæmt tilkynningu frá félaginu , sem eru við Háholt 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi og Hafnargötu 2 á Reyðarfirði. Heildarvirði kaupanna verður tæplega 3,3 milljarðar króna. Við það hækka leigutekjur Reita á ársgrunni um 254 milljónir króna og áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) um 196 milljónir króna.

Í upphaflegu tilkynningunni kom fram að áætlað kaupverð eignanna fjögurra yrði 4,15 milljarðar króna. Því má áætla að fyrirhugað kaupverð fasteignarinnar á Austurvegi hafi numið um tæplega 860 milljónum króna.

Þá var greint frá því að Krónan myndi gera 15 ára leigusamning við Reiti á Dalbraut og Hafnargötu og einnig á Austurvegi, sem ekki verður af.

Þó er settur sá varnagli á kaupin að vinnsla áreiðanleikakannana á eignum standi yfir en afhending eignanna á að fara fram að öllum fyrirvörum uppfylltum.