*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 19. júní 2021 12:01

Ganga til viðræðna um Magn

Skeljungur hefur hafið viðræður við mögulega kaupendur að P/F Magn á grunni óskuldbindandi tilboða þeirra.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Skeljungur hefur afráðið að ganga til viðræðna við valda aðila um sölu á færeyska olíufélaginu P/F Magn. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Í síðasta mánuði auglýsti Skeljungur að félagið væri reiðubúið til að taka við óskuldbindandi tilboðum í olíufélagið. Frestur til slíks rann út 9. júní og hafa stjórnendur félagsins, auk ráðgjafa, yfirfarið þau tilboð sem bárust. 

„Nú hefur Skeljungur, ásamt ráðgjöfum sínum, yfirfarið þau tilboð sem bárust og hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að ganga til viðræðna við valda tilboðsgjafa. Framangreint getur leitt til sölu á P/F Magn. Möguleg sala P/F Magn er háð samþykki hluthafafundar Skeljungs sem og öðrum skilyrðum sem aðilar kunna að setja,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hve margir aðilar eru þar á ferð.

Stikkorð: Skeljungur P/F Magn