Forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) þykir afnám gjaldeyrishaftanna ganga seint. Í síðustu viku funduðu forystumenn samtakanna með stjórnendum Seðlabankans, stjórnmálamönnum og öðrum sérfræðingum í þeim tilgangi að fá heildarmynd yfir hugmyndir þessara hópa og mögulega framvindu í afnámi gjaldeyrishaftanna auk þess sem nýjar tillögur um framkvæmd afnámsins voru kynntar.

Til stendur að kynna tillögur sérfræðingahóps SFF á næstu vikum. Unnið er að frekari útfærslum á fleiri stöðum og er nefnd á vegum Alþingis að störfum um afnámsleiðir og um kortlagningu vandans. Allir flokkar eiga fulltrúa í nefndinni.

Þá er enn önnur skýrsla um gjaldeyrishöftin og gjaldmiðilsmál í bígerð. Um miðjan septembermánuð hefst vinna sem stjórnvöld standa að í samstarfi við Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er ítarlegt úttekt um þær hugmyndir sem eru til umfjöllunar um næstu skref afnáms gjaldeyrishaftanna. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.