Bandaríski fataframleiðandinn Gap hefur sagt upp 500 starfsfólki á skrifstofum sínum í San Francisco, New York og í Asíu til að draga úr kostnaði.

Sala og hagnaður Gap hefur dregist saman að undanförnu og sáu stjórnendur félagsins því sig tilneydda til að grípa til uppsagna.

Salan hefur ekki einungis dvínað hjá Gap vörumerkinu, heldur einnig hjá dótturfélaginu Old Navy sem hefur á undanförnum árum staðið undir ríflega helmingi tekna móðurfélagsins.