Gap verslunarkeðja hefur hætt sölu á fötum sem saumuð eru til af börnum á Indlandi. Ástæðan fyrir stöðvuninni er sú að fyrir skömmu birti The Observer ljósmynd af tíu ára gömlum indverskum dreng sem var að sauma föt sem merkt voru Gap.

Í viðtal við blaðið sagði drengurinn að foreldrar sínir hefðu selt verksmiðjueigandanum sig og að saumastofan væri í raun þrælabúðir fyrir börn og að þau væru miskunnarlaust barinn ef afköstin væru ekki nógu mikið. Drengurinn var búinn að vinna launalaust á saumastofunni í fjóra mánuð og var skuldbundinn til að halda því áfram þar til hann væri búinn að vinna fyrir upphæðinni sem foreldra hans fengu fyrir hann.

Í yfirlýsingu frá Gap segir að keðjan leggi ríka áherslu á að eiga ekki í viðskiptum sem stuðla gætu að barnaþrælkun og að fyrirtækið hafi einungis verslað með eina gerð af blúsum frá viðkomandi verksmiðju og að sölu á henni sé hætt.