Fasteignamat í hverfum sem liggja nærri höfuðborg Reykjavíkur hækkar alla jafna mest samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2014. Þar skera þó Garðabær og Arnarnes sig úr þar sem hækkunin er 13,8% samanborið við 4,5% meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu í heild.

Fasteignamat í Norðingaholti hækkar einnig töluvert eða um 12,8%. Á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin minnst í Árbæ eða 1%. Matið hækkar um 7% í Hlíðunum, um 6,4% í Skerjafirði, um 4,1% í Rima-, Engja, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi og um 5,2% í Leirvogstungu í Mosfellsbæ.

Fasteignamat lækkar um 0,7% í Ártúnsholti/Höfðum, um 2,5% í Seláshverfi, 0,9% í Garðabæ vestan Hraunholtsbrautar og um 3,2% í Blesugróf.