Tekjur sveitarfélaganna vegna fasteignaskatta nema 35,4 milljörðum á þessu ári. Viðskiptablaðið reiknaði fasteignaskatt af íbúðarhúsnæði á hvern íbúa. Yfir landið allt er meðaltalið 36.700 krónur á íbúa.

Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins greiða íbúar Reykjavíkur minnst eða 27.900 krónur að meðaltali. Í fyrra greiddu þeir 25.600 krónur. Íbúar Garðabæjar borga að meðaltali hæsta fasteignaskattinn af íbúðarhúsnæði á svæðinu, eða 41.800 krónur samanborið við 39.600 í fyrra.

Þegar sveitarfélög með meira en þrjú þúsund íbúa eru skoðuð kemur í ljós að íbúar Borgarbyggðar greiða hæsta skattinn, eða 71.800 hver. Þar á eftir koma íbúar sveitarfélagsins Skagafjarðar með 45.100 krónur. Þess ber að geta að í mörgum sveitarfélögum úti á landi hafa sumarbústaðabyggðir og stórar jarðir mikil áhrif á útreikninga á fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis á hvern íbúa.

Fasteignaskattar
Fasteignaskattar

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .