Rekstur umbúðafyrirtækisins Álforms hefur verið seldur til heildverslunarinnar Garra ehf., segir í fréttatilkynningu. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Í tilkynningu Garra segir að Álform hefur um langt skeið séð aðilum matvæla markaðarins á Íslandi fyrir ílátum og umbúðum undir matvæli og verið markaðsleiðandi í dreifingu á umbúðum úr áli. Veitingamenn, bakarar, framleiðendur skyndirétta, kjötiðnaðurinn, fiskiðnaðurinn, fisksalar og auðvitað hin almenni heimilisnotandi eru meðal annars þeir sem nota vörur fyrirtækisins.

"Mikill vöxtur hefur verið í sölu á vörum fyrirtækisins og var það ákvörðum fyrri eigenda að draga sig út úr rekstrinum og fela öðrum að takast á við framtíðina, vöxtinn og það sem því fylgir," segir í tilkynningunni.

Aðalsteinn Jónsson, sölustjóri Álforms, mun veita forstöðu umbúðadeildar innan Garra og vera áfram tengiliður við viðskiptavini Álforms og sjá um að efla sölu á umbúðum til fyrr nefndra markhópa.

Heildverslunin Garri var stofnuð 14. mars 1973 af Magnúsi R.Jónssyni. Á heimasíðu Garra segir að tilgangur fyrirtækisins er að þjóna matreiðslumönnum og þeim hluta matvörumarkaðarins sem fæst við matartilbúning á einn eða annan hátt.