Heildverslunin Garri ehf. hefur eignast allt hlutafé Servida & Besta ehf. Við þessa breytingu mun Garri ehf. taka yfir alla starfsemi og skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins frá       1. Desember síðastliðnum. Heildarstarfsmannafjöldi sameinaðs fyrirtækis er 51.

„Markmið með sameiningunni er að ná fram auknu hagræði. Við erum bjartsýn á framtíðina og  höfum verið mjög farsælt fyrirtæki gegnum tíðina. Með sameinuðu fyrirtæki verðum við vel í stakk búinn til að bæta og auka þjónustu við viðskiptavini“ segir Magnús R. Magnússon framkvæmdastjóri Garra.

Garri ehf. er innflutningsfyrirtæki sem var stofnað árið 1973 og hefur því verið starfandi í 40 ár. Heildverslunin sérhæfir sig í sölu og þjónustu við matvælafyrirtæki, stóreldhús, veitingastaði og opinbera aðila.  Garri ehf. starfar eingöngu á fyrirtækjamarkaði.

Servida & Besta er innflutnings-  og  þjónustufyrirtæki með aðaláherslu  á rekstrarvörur og umbúðir  ásamt sérhæfingu í hreinlætisvörum s.s. sápum, þvottaefnum og  tækjum til iðnaðarnota.

Jafnframt er starfrækir fyrirtækið verslunina Besta í Hreyfilshúsinu við Grenásveg en þar má finna úrval að þrifalausnum fyrir fyrirtæki og heimili.