Neytendastofa hefur vakið athygli á fréttatilkynningu frá N1 sem beint er til kaupenda af gasgrillum af gerðinni Broil King Signet módel sem byrja á 986xxx, 987xxx, 988xxx með raðnúmer sem byrja á X,Y og Z.

Í umræddum grillum vantar að sögn Neytendastofu íhlut sem setja á í botn grillsins og sem eiga að draga úr mögulegri ofhitnun á grillinu ef kviknar í feiti.

Hægt er að sjá tilkynningu frá framleiðanda grillsins hér og skýringarmyndband hér á því hvernig á að setja stálbotninn í grillið.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.