Grillvertíðin er á næsta leiti og margir sem huga að því að fjárfesta í nýju grilli. Viðskiptablaðið leitaði að grillinu sem kemst næst því að vera fasteign í krónum talið.

Viðskiptablaðið fór á stúfana og leit á úrvalið af grillum fyrir sumarið í helstu grillverslunum landsins. Mikið úrval er af grillum af öllum stærðum og gerðum. Gasgrillin eru algengust enda ennþá talsvert vinsælli en kolagrillin líkt og undanfarin ár þrátt fyrir að hin síðarnefndu hafi verið að sækja í sig veðrið. Mikið er til af mismunandi gasgrillum sem kosta í kringum 100 þúsund krónur en einnig má finna nokkur sem eru vel yfir þeim verðmiða.

Grill á 600 þúsund

Þeir sem hafa áhuga á að fjárfesta í gasgrilli þar sem verðmiðinn er farinn að nálgast verð á fasteign þá eru nokkrir valmöguleikir í stöðunni. Ef menn vilja kaupa það besta sem er í boði, eða einfaldlega það dýrasta, þá er það Weber E-670 sem fæst bæði í Bauhaus og Grillbúðinni. Grillið kostar 595 þúsund í Grillbúðinni og 599 þúsund í Bauhaus. Þeir sem vilja státa sig af mörgum brennurum á grillinu þegar í grillveisluna er boðið þá eru þeir vel settir. Alls eru 6 aðalbrennarar til viðbótar við einn bakbrennara, annan brennara fyrir reykbox og svo aukabrennara.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .