Jarðirnar Litli-Kambur í Breiðuvík á Snæfellsnesi og Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal voru auglýstar til sölu í sumar á vef Ríkiskaupa. Átján tilboð bárust í Litla-Kamb og var tilboði upp á 180 milljónir króna tekið. Alls baráust 23 tilboð í Iðunnarstaði og var tilboði upp á 40 milljónir króna tekið.

Fréttavefurinn Skessuhorn greinir nú frá því að þegar á reyndi hafi sé er bauð í Litla-Kamb ekki getað staðið við tilboðið og að sá er bauð í Iðunnarstaði hafi óskað eftir því að falla frá sínu tilboði.

Jarðirnar hafa því verið auglýstar til sölu á ný hjá Ríkiskaupum sem og tvær aðrar jarðir; Stóra-Hraun við Eyrarbakka og Hlíðarberg í Hornafirði.

Í auglýsingu Ríkiskaupa kemur fram að jörðin Litli-Kambur sé 190 hektarar. Á jörðinni sé íbúðarhús, sem þarfnist endurbóta, og fimm nýtanleg útihús. Jörðin Iðunnarstaðir er 980 hektarar og henni fylgir 70,9 ærgilda greiðslumark. Fasteignir eru gamlar og illar farnar og íbúðarhúsið ónýtt, segir í auglýsingunni.

Upplýsingar um jarðirnar má nálgast hér .