Eignir umfram skuldir hjá 400 auðugustu einstaklingum í Bandaríkjunum nema um 1,7 billjörðum dollara og hækkaði um 200 milljarða dollara frá fyrra ári, samkvæmt mati Forbes. Að meðaltali á hver einstaklingur á listanum um 4,2 milljarða dollara. Það jafngildir um 512 milljarðar króna á hvern mann.

Sem fyrr er Bill Gates efstur á listanum en eignir hans eru metnar á 66 milljarða dollara, jafnvirði ríflega 8 þúsund milljarða króna. Næstir koma Warren Buffett sem á um 46 milljarða dollara og Larry Ellison, stofnandi Oracle, sem á um 41 milljarð dollara.

Listi Forbes yfir tíu auðugustu einstaklinga Bandríkjanna:
1. Bill Gates
2. Warren Buffett
3. Larry Ellison
4. Charles Koch
5. David Koch
6. Christy Walton og fjölskylda
7. Jim Walton
8. Alice Walton
9. S. Robson Walton
10. Michael Bloomberg

Listi Forbes .