Forbes hefur birt lista yfir ríkasta fólkið í tölvu- og tæknigeiranum árið 2013. Bill Gates trónir á toppnum en engin kona er á topp tíu. Hér er listinn:

1. Bill Gates. Auðæfi hans er metin 67 milljarða dollara eða 7.800 milljarða króna. Auðæfi hans jukust um 11% á milli ára. Bill Gates er eins og langflestir vita annar stofnenda Microsoft en persónulega á hann þó ekki nema 5% hlut í fyrirtækinu í dag. Undanfarin ár hefur hann fjárfest mest í skuldabréfum og hlutabréfum í hinum ýmsu fyrirtækjum. Hann á hluti í mörgum tæknifyrirtækjum ein einnig í mexíkósku sjónvarpsstöðinni Televisa og FEMSA, sem er stærsta bjórverksmiðja Mið- og Suður-Ameríku.

2. Larry Ellison. Auðæfi hans eru metin á 43 milljarða dollara eða 5.000 milljarða króna. Ellison er einn af stofnendum Oracle og stjórnarformaður fyrirtækisins. Á þessu ári hefur hann eytt duglega af peningum. Hann keypti meðal annars 98% af eyjunni Lanai, sem er hluti af  Hawaii-eyjaklasanum, af David Murdock, stjórnarformanni Dole Food Company.

3. Jeff Bezos , stofnandi Amazon.com. Auðæfi hans eru metin á 25 milljarða dollara 2.900 milljarða króna.

4. Larry Page , annar stofnenda Google. Auðæfi hans eru metin á 23 milljarða dollara eða 2.680 milljarða króna.

5. Sergey Brin , annar stofnenda Google. Auðæfi hans eru metin á 22,8 milljarða dollara eða tæpa 2.660 milljarða króna.

6. Michael Dell , stofnandi og stjórnarformaður tölvufyrirtækisins Dell. Auðæfi hans eru metin á 15,3 milljarða dollara eða 1.780 milljarða króna.

7. Steve Ballmer , stjórnarformaður Microsoft. Auðæfi hans eru metin á 15,2 milljarða dollara eða 1.770 milljarða króna.

8. Paul Allen , annar stofnenda Microsoft. Auðæfi hans eru metin á 15 milljarða dollara eða 1.750 milljarða króna.

9. Mark Zuckerberg , stofnandi og stjórnarformaður Facebook. Auðæfi hans eru metin á 13.3 milljarða dollara eða 1.550 milljarða króna.

10. Azim Premji , stofnandi indverska upplýsingatækni fyrirtækisins Wipro. Auðæfi hans eru metin á 11,2 milljarða dollara eða 1.300 milljarða króna.

Eins og áður sagði er engin kona á topp tíu listanum. Í 11. sæti hans er þó Laurene Powell Jobs , ekkja Steve Jobs. Auðæfi hennar eru metin á 10,7 milljarða dollara eða 1.250 milljarða króna.