Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikfangakolkrabba sem boðinn var til sölu á Hópkaup. Ástæðan er sú að innflytjanda bangsans svaraði ekki erindum stofnunarinnar og því var ekki hægt að sannreyna hvort varan ógnaði öryggi þeirra sem hana meðhöndluðu.

Samkvæmt lögum og reglum eiga öllum leikföngum, sem seld eru innan Evrópska efnahagssvæðisins, að fylgja gögn sem sýna fram á að þær uppfylli lágmarkskröfur um öryggi.

Stjórnvaldinu barst ábending um að varan hefði ekki CE-vottun og sendi því erindi til innflutningsaðila. Engin svör bárust og gekk stofnunin eftir svörum í um fjóra mánuði. Engin svör bárust þrátt fyrir það og því var það niðurstaða stofnunarinnar að leikfangið væri ekki öruggt til afhendingar.

Ákvörðunin er dagsett 31. ágúst 2021 og tekið fram að verði henni ekki fylgt kunni það að varða allt að 50 þúsund króna dagsektum.