Evrópusambandið hefur mótmælt samruna orkufyrirtækjanna Gaz de France og Suez, en fyrirtækin hafa nú lagt fram tillögur sem koma eiga til móts við mótmæli Evrópusambandsins. Tillögurnar greina frá því að fyrirtækin muni skipta upp sameinuðu fyrirtækinu og að hluti þess verði seldur, Gas de France muni þá einnig selja 25,5% hlut sinn í SPE. Sameinað fyrirtækið mun samkvæmt tillögunum selja Distrigaz, en það framleiðir gas til sölu í Frakklandi og Belgíu.