Rússneski olíu- og gasrisinn Gazprom segir rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA) hafa tvöfaldast á fyrstu sex mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra og numið tæplega 53 milljörðum Bandaríkjadala.

Meðalverð á útfluttu gasi hafi tæplega fjórfaldast á tímabilinu. Í ágúst greindi félagið frá því að hagnaður þess hafi numið hátt í 43 milljörðum dala á fyrri hluta árs.