Rússneski orkurisinn Gazprom hyggst sækja um tíu milljarða Bandaríkjadala lán til þess að fjármagna fyrirhugaðar fjárfestingar. Gazprom keypti nýverið meirihluta í fyrirtækinu sem hefur réttinn á nýtingu orku á hinu svokallaða Shakalin-2 svæði fyrir um 7.45 milljarða Bandaríkjadala.

Áður hafði olíufyrirtækið Shell undirtökin varðandi nýtingu á Shakalin-2. Samkvæmt heimildum Interfax-fréttastofunnar hyggjast stjórnendur fyrirtækisins einnig tryggja sér getu til þess að kaupa upp eignir Yukos sem er gjaldþrota.