Rússneski olíurisinn Gazprom mun ekki greiða út arð vegna síðasta rekstrarárs, sem var metár. Um er að ræða í fyrsta sinn frá árinu 1998 sem olíufyrirtækið greiðir ekki út arð. Hlutabréf Gazprom hafa fallið um 28% í dag.

Stjórn félagsins hafði áður lagt til að greiddar yrðu út 22,8 milljarðar dala í arð sem hefði verið metarðgreiðsla hjá Gazprom. Olíufyrirtækið er í meirihlutaeigu rússneska ríkisins.

„Hluthafarnir ákváðu að í núverandi aðstæðum væri ekki skynsamlegt að greiða út arð vegna rekstrarniðurstöðu 2021,“ er haft eftir Famil Sadygov, aðstoðarforstjóra Gazprom, í frétt Reuters. Hann sagði að félagið myndi fremur einblína á gösun (e. gasification) í Rússlandi, undirbúning fyrir kyndun í vetur ásamt því að búa sig undir aukna skattheimtu.

Rússnesk stjórnvöld eru með til skoðunar að leggja á aukinn skatt vegna vinnslu jarðefna en ríkisstjórnin horfir nú til þess að