Rússneski olíurisinn Gazprom hagnaðist um 3,1 milljarð bandaríkjadala á síðasta ári. Það er umtalsvert minna en ári fyrr þegar fyrirtækið hagnaðist um 1,14 billjónir dala. BBC News greinir frá þessu.

Samdráttur hagnaðar fyrirtækisins nemur 86 prósentum milli ára. Helstu ástæður fyrir honum eru veikari rúbla en einnig hafði lækkandi olíuverð töluverð áhrif. Sala á gasi til Evrópu og annarra landa dróst saman um 8,5% milli ára.

Fyrirtækið hefur að undanförnu mátt mæta ýmsum áskorunum. Viðskiptaþvinganir gegn Rússum, minnkandi eftirspurn eftir gasi, fallandi rúbla og aukið framboð á olíu hafa tekið sinn toll.