Rússneska orkufyrirtækið Gazprom sagði í dag að það hefði komið á gasflæði til viðskiptavina í Evrópu aftur, eftir að það hafði stöðvast vegna deilu við Úkraínumenn. Evrópumenn höfðu óskað eftir því að flæðinu yrði komið aftur á, en gasleiðslurnar þangað liggja í gegnum Kíev í Úkraínu.

Deilan milli rússneska fyrirtækisins og Úkraínumanna var um gasverð.

?Til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt neyðarástand í orkumálum vegna þess að Úkraínumenn tóku sér gas á ólögmætan hátt, hefur Gazprom ákveðið að veita auknu gasi í gasleiðslur í Úkraínu,? sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu

Fyrirtækið lagði áherslu á að aukamagnið væri ?ekki ætlað úkraínskum neytendum heldur er því ætlað að fara í gegnum úkraínskt landsvæði til neytenda utan landamæra Úkraínu.?