Rússneska olíufélagið Gazprom hefur undanfarið unnið hörðum höndum að því að komast yfir gríðarstórar gas- og olíulindir í Nígeríu samkvæmt því sem segir á vef Financial Times.

Heimildamaður FT í Nígeríu segir að Gazprom hafi boðist til að fjárfesta í landinu fyrir háar upphæðir til að tryggja sér aðgang að lindunum.

Náist samningar um aðgang Gazprom að þessum lindum mun fyrirtækið enn frekar bæta stöðu sína á evrópskum orkumarkaði.