*

mánudagur, 21. september 2020
Erlent 8. maí 2020 07:01

GE segir upp 10 þúsund starfsmönnum

Enn einn skellurinn skekur flugiðnaðinn, en 10 þúsund starfsmenn GE Aviation, dótturfélags General Electronics, hafa verið reknir.

Ritstjórn
epa

Flugiðnaðurinn hefur þurft að þola enn einn skellinn vegna COVID-19, en um 10.000 starfsmönnum GE Aviation, sem er dótturfélag og flugarmur stórfyrirtækisins General Electronics, hefur verið sagt upp störfum. Þar að auki hrundi hlutabréfaverð fjölda bandarískra flugfélaga í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett seldi öll hlutabréf sín í flugfélögum. FT greinir frá þessu.

COVID-19 hefur, líkt og margoft hefur verið fjallað um, orðið til þess að eftirspurn eftir flugi hefur nánast þurrkast út og hefur þetta ástand leikið flugiðnaðinn grátt. Sérfræðingar hafa varað við því að það gæti tekið nokkur ár fyrir flugiðnaðinn að ná sömu hæðum og því nokkuð ljóst að flugvélaframleiðendur o aðrir sem framleiða parta í flugvélar munu róa lífróður meðan ástandið gengur yfir.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, segir að erfitt sé að segja til um hvort hömlum á ferðum frá landinu til Asíu og Evrópu muni vera aflétt á þessu ári.

Stikkorð: uppsagnir COVID-19 GE flugiðnaður