*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Innlent 9. nóvember 2021 12:41

GE skipt upp í þrjú fyrirtæki

GE samstæðan mun klofna í þrjú skráð fyrirtæki sem einblína á heilbrigðislausnir, orku og fluggeirann.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar General Electric í Boston, Massachusetts.
epa

Bandaríska samsteypan General Electric (GE) mun klofna í þrjú skráð fyrirtæki á næstu árum. Um er að ræða lið í áætlun forstjórans Larry Culp til að straumlínulaga rekstur félagsins, að því er kemur fram í frétt Financial Times.

Dótturfélagið GE Healthcare, sem býður upp á tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum, verður skráð á hlutabréfamarkað árið 2023 en GE samstæðan mun halda um 20% hlut í fyrirtækinu.

Þá verða dótturfyrirtækin GE Renewable Energy, GE Power, and GE Digital sameinuð í eitt orkufyrirtæki sem fyrirhugað er að skrá á markað árið 2024. Eftir viðskipin þá verður upphaflega General Electric félagið tileinkað fluggeiranum.  

Fyrirtækið sagði að breytingarnar koma í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar en skuldir félagsins lækkuðu um meira en 75 milljarða dala á milli áranna 2018 og 2021.

Stikkorð: General Electric GE