Leikkonan Geena Davis vill jafna kynjahlutföllin í kvikmyndum. Davis telur brýnt að vekja fólk til vitundar um það hvernig konur eru sýndar á skjánum vegna þess að það sem fólk sér á skjánum hefur gríðarleg áhrif á það. Ef stelpur sjá konur alltaf í minnihluta og í kynferðislegu ljósi og ekki að gera hlutina og ráða sínum eigin örlögum missa þær trú á því sem þær geti gert í raunveruleikanum.

Þetta kom fram í ávarpi Davis á Inspiral WE2015 sem fór fram í Hörpu í gær og í dag. Davis flutti ávarp og tók þátt í panel um konur, skemmtanabransann og fjölmiðla.

Geena Davis er stofnandi Geena Davis Institute on Gender in Media sem stendur fyrir  rannsóknum á konum í fjölmiðlum og stefnir að því að bæta kynjahlutföllin og draga úr staðalímyndum í kvenhlutverkum í afþreyingu fyrir börn undir 11 ára.

Geena Davis hefur lengi beitt sér fyrir efling kvenna, meðal annars í gegnum hlutverk sín á hvíta tjaldinu og sem fyrsti kvenforseti bandaríkjanna í þáttunum Commander in Chief. Í ávarpi sínu benti hún á að það eru færri kvenhlutverk í skemmtanabransanum og að þau hlutverk sem bjóðist væru oft ekki bitastæð heldur til dæmis hlutverk kærustu hetjunnar.

Hún vék að því að myndin Thelma and Louise hafi breytt lífi hennar. Ef einhver þekkti hana úr þeirri mynd varð sá sami mjög spenntur sem Davis telur merki um hversu fá bitastæð  kvenhlutverk voru í boði. Eftir það hefur hún reynt að velja hlutverk með það í huga hvernig konur muni bregðast við því.

Kynjaskekkjan dýpri en fólk gerir sér grein fyrir

Fyrir 8 árum seinna hóf hún rannsókn á því hversu mörg kvenhlutverk væru í afþreyingu fyrir börn. „Það virðast vera mun fleiri karlhlutverk en kvenhlutverk í afþreyingu fyrir börn. Á 21. öldinni ættum við að geta sýnt stráka og stelpu deila sandkassanum jafnt sín á milli,“ sagði Davis í ávarpinu. Allir sem hún nálgaðist til að ræða um þessa ójöfnu kynskiptingu brugðust eins við og sögðu að búið væri að laga vandamálið. Davis velti fram spurningunni um hvort vandamálið með kynjaskekkjuna væri mun djúpstæðara en við hefðum áttað okkur á.

Konur í helmingi kvikmyndahlutverka eftir 700 ár

Davis benti á að í Hollywood kvikmyndum séu konur 17% mannfjöldans hópsenum. Auk þess eru þrír talandi karlmenn fyrir hverja talandi konu í kvikmyndum. Þegar konur tala í kvikmyndum eru hlutverk þeirra oft byggð á staðlímyndum og mjög kynferðisleg. "Við erum að senda stelpum mjög brengluð skilaboð um það að konur hafi minna virði en karlar með þessu og að þær taki ekki upp helminginn af rýminu í heiminum," segaði Davis. Hún benti jafnframt á að ástandið væri ekki bara svona í Hollywood heldur einnig í hinum tíu stærstu framleiðslumörkuðum heims. Ef að þróunin á hlufalli kvenna í kvikmyndum breytist ekki munu konur ekki verða í helmingi hlutverka fyrr en eftir 700 ár.

"Því meira sem strákar sjá þetta, því karllægari verða þeir og ef stelpur sjá þetta minnkar sjálfsálit þeirra," sagði Davis um kynjahallann.  Davis hefur ákveðið að einbeita sér að því sem börn horfa á fyrst, það sé best að útrýma þessu hjá börnum frekar en að reyna að laga vandann og áhrifin af þessu seinna meir. Davis bauð áheyrendum að ímynda sér hversu ólíkur heimurinn okkar væri ef börn sæju jöfnuð á skjánum frá byrjun að þau sæju stelpu og stráka á skjánum sem jafningja í í jafn miklu hlutverki. Hún sagði að börn fylgi því mikið að ef þau sjá eitthvað á skjánum trúi þau að þau geti gert það.

Hægt að laga kynjahallann yfir nótt í Hollywood

Þegar Davis hefur kynnt framleiðendum í kvikmyndaiðnaðinum niðurstöður sínar hafa þeir verið í algjöru sjokki, hafa ekki áttað sig á ástandinu og vilja bæta sig. Davis sagði að hún viti um kvikmyndir sem er núna að koma út sem rannsóknir hennar hafa haft áhrif á. Davis sagði að kvikmyndaiðnaðurinn gæti skilað svo miklum árangri með því að sýna jöfnuð á skjánum. Það muni taka áratugi að leiðrétta kynjahallinn í raunveruleikanum, hins vegar sé hægt að gera það yfir nótt í Hollywood bara með því að skrifa það inn í handrit í kvikmynda og þáttaframleiðslu. Með því að sýna jöfn kynjahlutverk geta fjölmiðlar lagað vandann sem þeir hafa skapað. Þetta sé mjög ódýr leið til að skila breytingum í raunveruleikanum.

Eftir ávarp Davis ræddu hún og Pat Mitchell fyrrverandi forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar PBS og formaður stjórnar fjölmiðlastofnunar kvenna í Bandaríkjunum í panel um konur og fjölmiðla.

Í panelnum hóf Mitchell að spyrja Davis af hverju hún hefði ákveði að einbeita sér að þessu baráttumáli frekar en leiklistinni. Davis svaraði að ef væru almennileg hlutverk fyrir konur á hennar aldri væri hún alltaf að leika.

Gleymdist að athuga hvort væru nógu margar konur

Spurð um hvernig forsvarsmenn framleiðslufyrirtækja tóku í rannsóknir hennar segir hún að allir hafi tekið henni vel hins vegar hafi margar konur í iðanðinum verið steinhissa á niðurstöðnum. Ein sagði meðal annars að alltaf væri verið að passa upp á það væru nógu margir asíubúar og svertingjar, en ekki hefði hvarflað að þeim að athuga hvort væru nógu margar konur.

Spurð um af hverju hún telji að hlutirnir séu ekki að breytast nógu hratt fyrir konur í kvikmyndum þrátt fyrir að vitundavakning hafi orðið segist Davis ekki getað staðhæft en að hún telji að mögulega hafi það áhrif að eigendur framleiðslufyrirtækja séu karlmenn. Auk þess sé mýta í Hollywood sem fólk trúi að konur og karlar fari í bíó að sjá kvikmyndir um karla en að karlar vilji ekki sjá kvikmyndir um konur.

Tekur konur 2,5 sinnum lengur að fjármagna kvikmynd

Mitchell og Davis bentu á hversu fáar konur væru að leikstýra og skrifa handrit að kvikmyndum. Ein meginástæða þess er fjárhagsleg. Konur eiga einfaldlega í meiri erfiðleikum við að fá fjármagn til að framleiða myndir. Rannsóknir sýna að það sé 3-4 sinnum erfiðara fyrir konur til að fá fjármagn til að frmaleiða stórmyndir. Meira að segja eftir að Kathryn Bigelow varð fyrst kvenna til að hljóta óskarsverðlaun fyrir leikstjórn tók það hana samt tvö og hálft ár að fá fjármagn í næstu kvikmynd sína. Það tekur að meðaltali konur 2,5 sinnum lengur að fá fjármagn til framleiðslu kvikmynda en karla.