Geest, félagið sem Bakkavör á 20% hlut í, hefur ákveðið að sækja fram í framleiðslu tilbúinna matvæla. Félagið hefur ákveðið að fara í samstarf með Rannoch Food Group og stofna nýtt félag sem á að sinna þessum markaði. Í tilkynningu félagsins í morgun kom fram að ör vöxtur í þessum hluta matvælaiðnaðarins í Bretlandi er meginorsök þessarar sóknar. Geest vinnur að stærstum hluta í ferskum matvælum og er í fararbroddi á þeim hluta markaðarins.

Gengi Geest hefur þokast lítillega upp á við síðustu vikurnar og stendur nú í 554 pens á hlut. Markaðsvirði Geest er rúmlega 400 m. pund en eftir lækkun síðustu daga er markaðsvirði Bakkavarar í pundum 350 m. pund. Dregið hefur í sundur milli félaganna síðustu daga.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.