Tæknirisinn Apple hefur nú neitað FBI, Alríkislögreglu Bandaríkjanna, um aðgang að upplýsingum úr snjallsíma Syed Rizwan Farook, sem var árásarmaðurinn í skotárásinni við San Bernardino nú á síðasta ári.

FBI hefur beðið um aðstoð Apple við að aflæsa símanum, sem er læstur með klassískri fjögurra tölustafa samsetningu. Sumir símar eru stilltir þannig að eftir 10 tilraunir til aflæsingar eyðir hann sjálfkrafa öllum gögnum á minnisdrifi sínu.

Öll gögn í iPhone-símum eru dulkóðuð, og aðeins aðgengileg ef sá sem vill skoða þau þekkir aðgangskóðann sem fyrr segir frá. Apple segir að beiðni FBI hafi afleiðingar utan fyrir þetta tiltekna mál, og að viðskiptavinum fyrirtækisins gæti staðið veruleg hætta af því að Apple aðstoðaði FBI við að brjótast inn í símann.

Farook myrti fjórtán manns í skotárás í San Bernardino í Kaliforníu síðastliðinn desember. Lögreglan varð þeim svo að aldurtila. Nú er unnið að rannsókn málsins, en talið er að árásin - sem flokkuð er til hryðjuverka - hafi hlotið innblástur sinn frá erlendum hryðjuverkasamtökum á borð við ISIS.

Í tilkynningu Tim Cook, framkvæmdastjóra Apple, segir að neitun fyrirtækisins stafi ekki af lotningu þeirra fyrir hryðjuverkamönnum, heldur hafi fyrirtækið lýðræðisleg og bandarísk gildi að sjónarmiði - og hafi aðeins hagsmuni viðskiptavina sinna í forgrunni.