Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa nú gefið grænt ljós á kaup 21st Century Fox á 61% hlut í Sky.

Þar með hefur Rupert Murdoch náð fullu yfirráði í báðum félögum, en alls verða greiddir 11.7 milljarðar punda við hlutina.

Þrátt fyrir að evrópsk samkeppnisyfirvöld hafi ekki gert neinar athugasemdir við kaupin, vilja stjórnmálamenn í bretlandi rannsaka kaupin enn frekar.

Rupert Murdoch er einnig eigandi Times og The Sun, en þingmenn breska verkamannaflokksins telja hann hafa of mikil völd yfir fjölmiðlum.

Viðskiptavinir Sky eru um 22 milljónir talsins í Bretlandi, Írlandi, Ítalíu, Þýskalandi og Austurríki.