Safnið sem Íslandsbanki afhenti Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafninu í gær, samanstendur af 1.300 munum allt frá árinu 1675 til ársins 2000. Þessir munir hafa fylgt Íslandsbanka frá stofnun bankans. Í seðlahluta safnsins má nefna Ríkisdal frá árinu 1815 ásamt prufuprentun á bráðabirgðarseðli bankans sem gefinn var út árið 1919.

Í mynthluta safnsins er afar merkilegt safn. Elsti vörupeningurinn er frá árinu 1846 sem var fyrsti vörupeningurinn. Einnig má nefna brauðpening frá Bökunarfélagi Ísfirðinga sem er eina eintakið sem vitað er að sé til af þeim pening.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, afhenti Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, safnið sem er til sýnis í Smáralind næstu þrjár vikur í tilefni af Hönnunarmars.