Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) tilkynnti í dag að það hefði veitt uppljóstrara 20 milljónir dala í verðlaun, eða sem nemur 2,8 milljörðum króna.

SEC sagði að uppljóstrarinn hefði útvegað eftirlitinu nýjar og mikilvægar upplýsingar sem hafi leitt til fullnustuaðgerðar. Verðbréfaeftirlitið tók ekki fram hvaða mál væri um að ræða.

Bandaríkjaþing setti á fót hvatakerfi fyrir uppljóstrara í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Uppljóstrar geta fengið verðlaunafé sem nemur allt að 10%-30% af sektarfjárhæðum umfram einni milljón dala fyrir að útvega nýjar og nytsamlegar upplýsingar sem leiða til fullnustuaðgerðar.

Verðbréfaeftirlitið hefur greitt uppljóstrurum meira en einn milljarð dala, eða yfir 140 milljarða króna, frá því að stofnunin hóf fjárveitingar árið 2012.