Sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út þrautaleikinn Box Island í íslenskri útgáfu, en leikurinn auðveldar krökkum að beita grunngildum forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt.

Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni, að því er segir í tilkynningu.

Box Island er fyrsti íslenski spjaldtölvuleikurinn sem kynnir forritun fyrir krökkum. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad (kostar rúmar 700kr.) og hentar hann krökkum 8 ára og eldri.