Kauphallarsjóðir eða Exchange Traded Funds eru verðbréfasjóðir sem fylgja þróun kröfu hlutabréfa eða skuldabréfa. Með kauphallarsjóðum geta fjárfestar keypt í undirliggjandi verðbréfum og fylgt ávöxtun eignaflokkanna eftir, með lægri tilkostnaði.

Kauphallarsjóðir hafa rokið upp í vinsældum og í dag er varla til fjármálafyrirtæki sem ekki gefur út mismunandi tegundir af kauphallarsjóðum. Vestanhafs hafa fjármálafyrirtæki einnig stungið upp á því að gefa út furðulegar samsetningar, sem vekja stundum upp ýmsar spurningar.

Einn kauphallarsjóður sem var nýlega stofnaður, kallast The Spirited Funds/ETFMG Whiskey and Spirits ETF (WSKY). Með þessum kauphallarsjóði, geta fjárfestar sem hafa sérstakan áhuga á viskí, fylgt ávöxtun stærstu viskí framleiðenda heimsins eftir.

Í kauphallarsjóðnum eru einungis 23 fyrirtæki, en á meðal þeirra eru Diageo, sem framleiða Johnnie Walker og Bulleit, Pernod Ricard, sem framleiða Chivas Regal, Glenlivet og Jameson. Einnig er America's Brown-Forman hluti af sjóðnum, en fyrirtækið framleiðir Jack Daniels.

Sjóðurinn hefur vakið upp ýmsar spurningar meðal fjárfesta. Aftur á móti sjá útgefendurnir gríðarleg tækifæri, þar sem viskí markaðurinn hefur dafnað mikið. Seinasta ár seldist viskí í Bandaríkjunum fyrir 72 milljarða Bandaríkjadali og er því spáð að salan hækki enn á meira á þessu ári.