*

þriðjudagur, 19. október 2021
Erlent 15. ágúst 2017 17:52

Gefur 4,6 milljarða dollara

Bill Gates hefur nú gefið 35 milljarða dollara til góðgerðamála frá 1994.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bill Gates, ríkasti maður heims, hefur gefið 4,6 milljarða dollar, eða því sem nemur 502 milljörðum íslenskra króna til góðgerðamála. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Gates seldi um 64 milljón hluti í Microsoft samkvæmt tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá því í júní, sem varð opinber i gær.

Ekki kom fram í tilkynningunni til hvaða góðgerðasamtaka fjármunirnir fóru fóru. Það verður þó að teljast líklegt að þeir renni til góðgerðasamtakanna sem kennd eru við Bill og eiginkonu hans Meldinu. Er þetta stærsta einstaka framlag Gates til góðgerðamála frá árinu 2000. 

Framlagið nemur um 5% af heildarauði Gates sem er nú metinn á 89,9 milljarða dollara. Hann á nú um 1,3% hlut í Microsoft. Frá árinu 1994 hefur Gates ásamt eiginkonu sinni gefið um 35 milljarða dollara til góðgerðamála. 

Er þetta stærsta framlag til góðgerðamála á þessu ári. Það næst stærsta kom frá Warren Buffet þegar hann gaf 3,2 milljarða dollara til samtaka Bill og Melindu í júlí síðastliðnum.