Stofnandi almannatengslafyrirtækisins Global Tolerance, sem meðal annars vann fyrir Dalai Lama og Karl Bretaprins ætlar að gefa fyrirtækið sitt. Talið er að fyrirtækið sé virði milljón sterlingspunda.

Stofnandinn, Simon Cohen, ætlar að einbeita sér að hlutverki fjölskylduföður og segir að það sé röng forgangsröðun að setja fyrirtækið í fyrsta sæti.

Hann mun gefa 95% hlut í fyrirtækinu en því fylgir 10 þúsund pund í eigið fé og 10 ára viðskiptasaga.

Cohen ætlar að starfa í fyrirtækinu í eitt ár og þjálfa eftirmann sinn.

Meira má lesa á vef BBC.