Ástæðan fyrir því að sveitar­félög víða um land leggja hart að íbúum sínum að flokka heimilissorp er að mestu leyti rakin til tilskipunar Evrópu­ sambandsins sem felur í sér að dreg­ ið verði úr urðun á sorpi. Þannig er nú skylt að endurvinna um 65% af pappa. Þá vega hagræðissjónarmið sveitarfélaga sem og mengunarmál inn í að einhverju leyti.

Arnar Sigurðsson fjárfestir skrif­ aði nýlega grein í Viðskiptablaðið undir fyrirsögninni „Vafasöm sorp­ hugsun" þar sem hann gagnrýndi ýmislegt sem snýr að sorphirðu­málum. Gagnrýni Arnars sneri fyrst og fremst að því að þó svo að endurvinnsla geti staðið undir sér í milljónasamfélögum þar sem landrými er takmarkað sé það ekki tilfellið hér á landi.

Gefur lítið fyrir gagnrýni

Björn H. Halldórsson, fram­kvæmdastjóri Sorpu, gefur lítið fyrir grein Arnars í samtali við Viðskiptablaðið og segir hana upp­ fulla af staðreyndarvillum. Þann­ig sé því til dæmis ranglega haldið fram að gler væri mulið og urðað, þegar hið rétta sé að það sé notað sem byggingarefni eða grunnur að jarðvegi, t.d. undir vegi. Þá segir Björn það líka vera rangt að baggar, sem innihalda pappír og umbúðir sem ætlaðar séu til endur­ vinnslu, séu afhendir ókeypis eða því sem næst. Hið rétta sé að þeir séu seldir til endurvinnsluaðila er­ lendis á sæmilegu verði.

Björn minnir á að reglur um flokkun á sorpi eigi rætur sínar að rekja til tilskipana frá Evrópu­sambandinu um að draga beri úr lífrænum úrgangi til urðunar en pappír og umbúðir falli þar undir. Hann segir endurvinnslu á pappír vera hagkvæma í alla staði, bæði fyrir íbúa og sveitar­ félögin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.