Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (EBRD) gaf í gær út krónubréf að andvirði þriggja milljarða króna. Bréfin eru með gjalddaga í 23. mars 2009. Samkvæmt heimildum á markaði má taka þessu sem mark um traust bankans á efnahagslífi Íslands.

Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu er með lánshæfiseinkunina Aaa/AAA/AAA.

Á þessu ári hefur bankinn sótt í heildina sjö milljarða króna í jöklabréfum í fjórum flokkum með tveimur útgáfum. Fyrsta útgáfa var 21. mars síðastliðin og var upp á 1,5 milljarð króna og var hún aukin um einn milljarð 12. apríl og síðan um 1,5 milljarð króna 18. apríl.