*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Erlent 22. júní 2020 07:02

American ræðst í hlutafjárútbð

Flugrisinn American Airlines hyggst safna 3,5 milljörðum dollara, þar á meðal 750 milljónum dollara í hlutafjárútboði.

Ritstjórn

American Airlines hyggst safna 3,5 milljörðum dollara í nýrri fjármögnun sem felur meðal annars í sér hlutfjárútboð að andvirði 750 milljónum dollara til þess að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins.

Af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna er American það skuldsettasta. Skuldir félagsins námu 34 milljörðum dollara í lok fyrsta ársfjórðungs. Fjárfestar voru farnir að veðja á gjaldþrot félagsins en skuldatryggingaálag þess hækkaði um 4.000% á þremur mánuðum í kjölfar flugbanns fyrr á árinu. 

Til viðbótar 750 milljón dollara hlutafjárútboðs, ætlar flugfélagið að veita vátryggjendum 112,5 milljóna dollara hluti. American mun einnig gefa út 750 milljóna dollara breytanleg skuldabréf (e. convertible senior note).

Félagið mun að auki taka 500 milljóna dollara afborgunarlán og fara í 1,5 milljarða dollara skuldabréfaútboð. American hyggst nota hluta af fjármagninu sem safnast í skuldabréfaútboðinu til þess að endurfjármagna eins milljarða seinkaðs afborgunarláns (DDTL) sem það tók þann 18. mars en restin bætist við handbært fé, að því er segir í frétt Financial Times

American hafði áður gefið það út að það muni sækja 4,75 milljarða dollara ríkistryggt lán með vildarkerfi sitt að veði.

Stikkorð: American Airlines