Icelandair Group hefur lokið sölu á nýjum flokki óveðtryggðra skuldabréfa. Flokkurinn, sem ber auðkennið ICEAIR 15 1, er til fimm ára og er útgefinn í bandaríkjadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Skuldabréf að fjárhæð 23.660.000 bandaríkjadala voru seld innlendum fagfjárfestum þann 19. desember, en heildarheimild útgáfu í þessum skuldabréfaflokki er 75 milljónir dala. Flokkurinn ber fasta 4,25% vexti sem greiðast hálfsárslega.

Óskað verður eftir að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi og mun Íslandsbanki annast skráninguna.