Landsbankinn hefur í dag lokið við sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í Skandinavíu. Umsónaraðili útgáfunnar var Pareto Securities AB í Stokkhólmi.

Í kjölfar fjárfestafunda sem haldnir voru í nóvember ákvað Landsbankinn að mæta eftirspurn skandínavískra fjárfesta með útgáfu sem nemur 250 milljónum norskra króna og 250 milljónum sænskra króna.

Skuldabréfin sem gefin eru út undir EMTN ramma Landsbankans eru til 3 og hálfs árs og bera 2,6% álag ofan á millibankavexti í norskum krónum annars vegar og 2,6% álag ofan á millibankavexti í sænskum krónum hins vegar.

Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum sem seld voru til 30 fjárfesta í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á meginlandi Evrópu.

„Landsbankinn er ánægður með þann mikla áhuga sem fjárfestar í Skandinavíu sýna. Með þessari útgáfu í norskum og sænskum krónum er Landsbankinn að fylgja eftir vel heppnaðri útgáfu undir EMTN rammanum frá því í október,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. „Útgáfan nú er á hagstæðari kjörum en þá og styrkir enn frekar fjármögn bankans í erlendum myntum.“