*

föstudagur, 21. janúar 2022
Erlent 16. ágúst 2021 19:11

Geimferðafyrirtæki Bezos í mál við NASA

Blue Origin hefur höfðað mál vegna 2,9 milljarða dala samnings NASA við SpaceX, geimferðafyrirtæki Tesluforstjórans Elon Musk.

Ritstjórn
epa

Geimferðafyrirtæki Amazon-stofnandans Jeff Bezos, Blue Origin, hefur höfðað mál á hendur bandaríska ríkinu vegna 2,9 milljarða dala samnings Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) við SpaceX, geimferðafyrirtæki Tesluforsjórans Elon Musk. Snýr umræddur samningur að lendingu geimfars á tunglinu. Reuters greinir frá.

Í málsókn Blue Origin er því haldið fram að val NASA hafi farið á svig við lög og að rangt hafi verið farið að við mat umsókna um samstarfssamninginn. Blue Origin var á meðal umsækjanda en laut í lægra haldi fyrir umsókn SpaceX. NASA hefur til 12. október nk. til þess að bregðast við málsókninni.

Bezos og Musk raða sér í sæti 2 og 3 lista Forbes yfir ríkustu menn veraldar.

Stikkorð: Jeff Bezos NASA Elon Musk SpaceX Blue Origin