*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 17. nóvember 2013 13:05

Geimskipafélagið á um tvo milljarða króna

Eignir Geimskipafélagsins eru allar í formi kröfu á hendur CCP.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Geimskipafélag Íslands, sem reyndar formlega heitir CCP GI hf., skilaði rúmlega 760.000 dala hagnaði í fyrra og samsvarar það ríflega 93 milljónum íslenskra króna. Tilgangur félagsins er að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans fyrir hönd móðurfélagsins, leikjaframleiðandans CCP. 

Eignir Geimskipafélagsins nema alls 15,8 milljónum dala, um 1,9 milljörðum króna, og eru þær nær allar í formi kröfu á hendur móðurfélaginu. Skuldir félagsins eru engar og eiginfjárhlutfallið því 100%. Eignir félagsins hafa aukist töluvert frá árinu 2011, þegar þær námu 6,1 milljón dala.