Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Investment Europe Pan European Fund Selector Summit sem haldin verður í Hamborg í Þýskalandi í október. Ekki kemur fram um hvað Geir ætlar að ræða.

Á vefsíðu Investment Europe er ferill Geirs tíundaður og sérstaklega tekið fram að hann hafi verið sýknaður í Landsdómsmálinu. Þá er bent á að hann sé fyrsti þjóðarleiðtogi í heimi sem hafi verið ákærður fyrir að hafa ekki gert nóg til að koma í veg fyrir fjármálakreppuna sem skall á árið 2008.

Þá er tekið fram að Geir tali nokkur tungumál reiprennandi. Þar á meðal er enska, norska, danska, sænska, franska og þýska.