Meirihluti landsdóms komst að fáránlegri niðurstöðu, sem ber það með sér að þar er tekið tillit til pólitískra sjónarmiða sem ekki eiga heima í dómsal, að sögn Geirs H. Haarde. Á blaðamannafundi sagði hann að niðurstaða meirihluta Landsdóms staðfesti ekki að framkvæmd ríkisstjórnarfunda eða upplýsingaflæðis hafi ekkert með hrunið að gera. Dómararnir hafi aðeins verið að segja að fyrirkomulagið, sem hefur verið hér við lýði frá 1918, brjóti gegn stjórnarskrá.

Geir segir það ný tíðindi fyrir fyrir sig að þessi framkvæmd ríkisstjórnarfunda sé stjórnarskrárbrot. Þá sagði hann að ríkisstjórnarfundir hafi ekkert haft með bankahrunið að gera. Það hafi ekki verið nein leið fyrir hann eða aðra sjá hrunið fyrir og sagði hann að „upphafsmaður þessa máls“, Steingrímur J. Sigfússon, hafi sagt fyrir dómnum að hann hefði ekki séð hrunið fyrir.