*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 5. janúar 2017 14:25

Geir gefur ekki kost á sér

Geir Þorsteinsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs formanns KSÍ.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, gefur ekki kost á sér til endurkjörs formanns knattspyrnusambandsins. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Geir sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að Geir hafi staðið vaktina hjá KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung og að starfið hafi verið „fjölbreytt og skemmtilegt“.

Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns KSÍ og íhugar Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig framboð til formannsins. Kosið verður um nýjan formann í febrúar.