Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði í morgun að hann búist ekki við því að þurfa að biðja um aðstoða Alþjóða gjaleyrissjóðsins (IMF) en útilokaði það þó ekki.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Þá vitnar Reuters í orð Geirs frá því í gær að það væri möguleiki að snúa sér til IMF þar sem Ísland væri þar meðlimur.

Eins og sakir standa hafa íslensk stjórnvöld þó ekki beðið um aðstoð sjóðsins.