*

föstudagur, 16. apríl 2021
Fólk 25. maí 2012 11:58

Geir H. Haarde gengur til liðs við OPUS lögmenn

Mun starfa sem ráðgjafi í alþjóðlegum verkefnum fyrir lögmannsstofuna.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur gengið til liðs við OPUS lögmenn sem ráðgjafi í alþjóðlegum verkefnum.

OPUS lögmenn hófu starfsemi árið 2006 og hjá stofunni starfa nú fimmtán manns, þar af tólf lögmenn. Erlendur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri OPUS segir í tilkynningu að mikill fengur sé í því að fá Geir til liðs við stofuna. Reynsla hans sem forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra, menntun hans og þekking sem og viðtæk reynsla af alþjóðlegum samskiptum muni koma stofunni og viðskiptavinum hennar að góðu gagni.