„Ég mun náttúrlega ekki vinna neina lögfræðivinnu hér, enda hef ég ekki bakgrunn til þess. Ég mun hins vegar vonandi geta orðið lögfræðingunum hér að liði,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann er hagfræðingur að mennt.

Geir er nýbyrjaður hjá lögmannsstofunni OPUS lögmönnum og sinnir hann þar ráðgjafastörfum. Borgar Þór Einarsson, stjúpsonur Geirs, er einn eigenda stofunnar. Í viðtalinu lítur Geir fram á veginn eftir að Landsdómsmálinu lauk. Hann segist ekki hafa setið auðum höndum eftir að hann hætti á þingi fyrir þremur árum og hlakki sig til að vinna aftur í einkageiranum.

„Ég er ekki gamall maður að því er mér finnst og ég vil ekki sitja aðgerðalaus. Ef einhver hefur haldið að það væri hægt að kýla mann kaldan með þessu landsdómsmáli þá er það tómur misskilningur,“ segir Geir.

Nánar er rætt við Geir og nýja starfið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Norskir fjárfestar kaupa hlut í bílaleigu
  • Ekkert mælir fyrir rannsókn á Heiðari Má
  • Lánveitingar Gagnaveitunnar
  • Stjórnendakönnun: Lítil trú á siðferði í viðskiptalífinu
  • Litlar takmarkanir  á notkun gagna eftir húsleit
  • Gæsluvarðhaldskröfum er næstum aldrei hafnað
  • Tónar Magnúsar Eiríkssonar hljóma ekki lengur í Rín
  • Gísli í Gamma í viðtali: Skammsýnir einkennir of margar ákvarðanir
  • Bala Kamallakharan og ráðstefnan Startup Iceland
  • Allt um byssur og veiðar og nýjustu bílana
  • Framtíð Íslands: Menntun og tækni
  • Óðinn skrifar enn um forverðmerkingar
  • Hverjir eru þessi Tchenguiz-bræður?
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...