Geir Haarde, forsætisráðherra, segir hugmyndir um upptöku evru á grundvelli EES-samningsins ekki nýjar af nálinni.

Á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í dag sagði Geir að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði áður reifað sambærilegar hugmyndir á síðu sinni.

Einnig hafi þingmenn á borð við Illuga Gunnarsson rætt málið opinberlega. Ungir sjálfstæðismenn hafa jafnframt rætt málið á opnum fundum.

Geir sagði að hugmyndin snerist um nokkurs konar aukaaðilid að Myntbandalagi Evrópu: „Um þetta er ekkert annað að segja að við höfum talið þetta fjarlægan möguleika." Geir sagði einnig að Evrópunefnd Alþingis myndi taka málið til skoðunar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.